Thursday, December 27, 2012

Opið í dag og næstu daga

Opið er hjá okkur í dag til klukkan 18.00. Fótbolti var spilaður hér upp úr hádegi og svo hefur fólk aðeins verið að kíkja í laugina sem er 28°C í dag. Næstu daga er opið sem hér segir:

28. des: 12-18.00
29. des: 12-18.00
30. des: 12-18.00
31. des: 10-14.00
01. jan: LOKAÐ!

Minnum á að fótbolti er spilaður milli kl. 12 og 14.00 alla þessa daga.

Kveðja, forstöðumaður

Thursday, December 20, 2012

Ljósmyndasýning Mývarga

Mývargar komu og hengdu upp myndir

Sumarið 2012 tóku unglingadeildirnar Mývargar í Mývatnssveit og Náttfari á Húsavík á móti 16 ungmennum frá DLRG Neumarkt í Þýskalandi. Við þetta tilefni var víða farið og ýmislegt brallað. Að sjálfsögðu voru myndavélar við hendina og allt samviskusamlega "documenterað". Í kjölfarið var sett upp ljósmyndasýning sem nú er hægt að skoða hjá okkur í íþróttamiðstöðinni. Áður voru myndirnar til sýnis á Húsavík en fara svo til Reykjavíkur og enda í Þýskalandi. Verkefnið er m.a. styrkt af Evrópu unga fólksins.

Allir þeir sem gera sér sérstaklega ferð í ÍMS til að skoða myndirnar fá konfektmola.

Kveðja, Forstöðumaður

Wednesday, December 19, 2012

Jólatilboð


Það eru hettupeysudagar hjá okkur í ÍMS. Eigum til heilar og renndar hettupeysur í nokkrum litum. Frábærar peysur úr mögnuðu efni. Henta vel hversdags eða í æfingarnar.

Heilar hettupeysur fyrir konur (rauðar, laxa- eða svartar). Verð áður: 9900 kr. Nú 7900 kr.
Renndar hettupeysur fyrir konur (navy). Verð áður 10900 kr. Nú 8700 kr.

Renndar hettupeysur fyrir karla (tveir litir) Verð áður 10900 kr. Verð nú 8700 kr.

Aðeins fram að jólum

Munið gönguskíða, hlaupa og hjólafötin

Forstöðumaður

Tuesday, December 18, 2012

Dalvík og Sporthúsið í Reykjavík bætast í hópinn!


Enn fjölgar þeim stöðum sem við erum í samstarfi við. Nú geta korthafar hjá ÍMS komist í ræktina frítt á 6 stöðum á landinu. Við vorum að ganga frá samning við Íþróttamiðstöð Dalvíkur og Sporthúsið þar sem m.a Skarphéðinn, ástmögur Mývatnssveitar, kemur illa fyrirkölluðum Reykvíkingum í gott form.

Farið inn á Samstarf og afslættir og kynnið ykkur fyrirkomulagið á þessu samstarfi betur.

Gleðileg jól,

Forstöðumaður

Monday, December 17, 2012

Aðventuhlaupið tókst vel

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir fór Aðventuhlaup ÍMS fram með pompi og prakt um síðustu helgi. Við renndum nú blint í sjóinn með þetta en erum bara nokkuð ánægð með þátttökuna. Alls skráðu sig 15 manns (auk 2 hunda) sem ýmist hlupu eða gengu (4 til 10 km) í skafrenningi og leiðinda veðri. Samkvæmt skráningarblöðum skiluðu allir sér í hús aftur. 

Eftir hlaupið gæddum við okkur svo á banönum, safa, kaffi, piparkökukm og Nóa - konfekti. Vinningar sem dregnir voru út voru ekki af verri endanum og það fór enginn tómhentur heim og sumir með 2 vinninga. Það var mál manna að segja engum frá því hvað þetta hafi nú verið skemmtilegt svo meiri líkur væru á því að fá góða vinninga aftur að ári.

ÍMS þakkar öllum styrktaraðilum þessa hlaups kærlega fyrir hjálpina.

Kveðja, ForstöðumaðurThursday, December 13, 2012

Aðventuhlaup

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps býður til Aðventuhlaups laugardaginn 15. desember. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þátttakendur fá hressingu í lok hlaups og dregnir verða út veglegir vinningar. Allir eiga jafna möguleika.


  • Engin tímataka
  • Fólk gengur eða skokkar á eigin hraða
  • Fólk ræður vegalengd sjálft
  • Mæld braut upp á 10 km (5 km hvora leið)
  • Kostar ekki krónu
  • Mæting og skráning kl. 10.30 í ÍMS
Það er áhætt að segja að andvirði vinninga í Aðventuhlaupinu fari langt með að vera nýr gullfótur fyrir Seðlabanka Íslands. Mörg fyrirtæki fjær og nær hafa komið inn með veglega vinninga. Helstu styrktaraðilar okkar eru:

Speedo Lyfja Reykjahlíð
Craft Vogafjós
Bifreiða- og hjólbarðaverkstæði Karls Viðars Sel Hótel Mývatn
Samkaup Strax Mývatnsstofa
Daddi´s Pizza ÍMS
Reykhúsið á Skútustöðum Soffía Vals
Reykkofinn - Hellu Björgunarsveitin Stefán
Reykhúsið Geiteyjarströnd
Jarðböðin - Mývatn Nature Baths
Kaffi Borgir

Sjáumst öll hress og kát á laugardaginn, 

Mývatnssveit töfraland Jólanna

Forstöðumaður ÍMS

Tuesday, December 11, 2012

Jólin komin í ÍMS

Jæja nú eru jólin alveg að detta inn hjá okkur og farið að styttast í Aðventuhlaupið sem verður um helgina. Það verður mikið fjör og mikið gaman. Glæsilegir vinningar verða dregnir út í lokin og svo fá allir smá hressingu.

Vorum einnig að fá meira af Craft vörum. "Innundirpeysur", mikið úrval af hettupeysum og svo frábæra íþróttagalla á börnin.

Sundlaugin er 30°C í dag og pottarnir óvenju meðalheitir. Badminton í kvöld, allir að mæta feskir.

Kveðja, Forstöðumaður

Tuesday, December 4, 2012

Áttu rétt á styrk?

Sum stéttarfélög endurgreiða hluta (eða alveg) kostnað vegna kaupa á heilsu- eða líkamsræktarkortum hverskonar. Hjá BHM rennur út frestur til að sækja um styrk fyrir árið 2012 þann 9. desember. Þetta er sjálfsagt mismunandi milli stéttarfélaga. En það er um að gera fyrir fólk að tékka á þessu og blæða svo í kort í rækina hjá okkur.

En bætist í hóp líkamsræktarstöðva og sundlauga sem eru í samstarfi við ÍMS. Fyrir stuttu gerðum við samning við Íþróttmiðstöðvar í Fjallabyggð og því getur okkar fólk kíkt í ræktina og sund á Ólafsfirði og Siglufirði. Nánari upplýsingar á Samstarf og afslættir hér á síðunni.

Munið síðan að þeir sem eiga kort hjá okkur í ræktina fá 10% afslátt af öllum vörum sem við seljum, þ.m.t. Craft, Yaktrax og Speedo.

Kveðja, Forstöðumaður