Tuesday, April 23, 2013

Hlaupahópurinn


Nú ætlum við að bæta við einum tíma í viku í skokkinu. Förum á þriðjudögum kl. 17.00 frá ÍMS. Þegar líður fram í maí bætum við einum tíma í viðbót við. Stefnum því að því að fara minnst 3var í viku í sumar.

Tímar:

Þriðjudagar kl. 17.00
Laugardagar kl. 11.00

Allir velkomnir og við viljum ítreka að þetta er fyrir alla. Það eiga allir að geta fundið sér hlaupa eða göngufélaga við hæfi. Eftir æfingu reynum við að teygja og gera æfingar.

Kveðja, fostöðumaður

Thursday, April 11, 2013

Útsala útsala!!

Nú höfum við verið að fá inn hlaupavörurnar fyrir sumarið og því ætlum við að skella á 20% afslætti á allar gönguskíðavörur. Eigum til eitthvað af jökkum, innundirfötum, hönskum, húfum, sokkum og fleira. Dæmi:

PZX innundirföt, verð: 7900 kr nú 6300kr!
PXC gönguskíðabuxur 15900kr12700kr!
Active glove gönguskíðahanskar verð 5900kr4700kr!
PXC storm gönguskíðajakki fullt verð 17900kr14000kr!
Vetrarsokkar, fullt verð 2200kr nú 1800kr!
Craft dúnúlpa með ekta dún: 50.000kr verð nú 40000kr!

Komið og kíkið á úrvalið.

Kveðja, starfsfólk

Wednesday, April 10, 2013

Skemmtilegur námskeiði lokið

Skemmtilegt hlaupanámskeið var haldið hjá okkur um síðustu helgi. Markmið námskeiðsins var að reyna að hrista saman hóp af fólki sem langar til æfa saman fyrir Mývatnsmaraþon. Farið var yfir ýmsa þætti sem gott er að hafa í huga þegar maður ætlar að byrja að hlaupa fyrir alvöru, s.s. markmiðasetningu, uppsetningu á æfingaáætlunum, púlsþjálfun og fleira. Eftir hádegi var lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðs hlaupastíls, m.a sem forvörn gegn meiðslum.

Kennari var einn reynslumesti maraþonhlaupari landsins, Daníel Smári hjá Afreksvörum í Reykjavík.
Hann hefur nú dreift spurningalistum til þáttatakenda og mun í kjölfarið hjálpa fólki með æfingaáætlanir og "fjarstýra" hópnum.

Sem fyrr munum við halda áfram að skokka frá ÍMS á laugardagsmorgnum kl. 11.00 en reynum að fjölga æfingum með hækkandi sól. Skokkhópur fellur þó niður laugardaginn 13. apríl vegna Orkugöngu.

Kveðja, forstöðumaður

Tuesday, April 2, 2013

Hlaupanámskeið



Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps, Mývatnsstofa og Afreksvörur standa fyrir hlaupanámskeiði

Viltu taka þátt í Mývatnsmaraþoni? Langar þig til að byrja að hlaupa, kynnast skemmtilegum hlaupahóp og koma skipulagi á æfingar þínar. Hlaupanámskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps laugardaginn 6. apríl. Leiðbeinandi er Daníel Smári Guðmundsson einn reynslumesti maraþonhlaupari landsins. Eftir námskeiðið verður hægt að fara í hlaupagreiningu, fá ráðleggingar um val á hlaupaskóm. Hægt verður að kaupa skó á staðnum.

Dagsrká:
10.00 Fyrirlestrar
12.00 Hádegishlé – boðið upp á léttan hádegisverð
12.30 Fyrirlestrar seinni hluti
14.00 Verklegar æfingar í sal eða úti
15.00 Hlaupagreining

Fyrir hádegi verður lögð áhersla á kenna fólki að koma skipulagi á æfingar sínar, auka getu og árangur. Einnig verður lögð áhersla á að kynna þjálfun allra helstu þátta hlaupaþjálfunnar, s.s. þol, hraða, styrk, teygjur, andlegan styrk, mikilvægi púls í þjálfun. Ennfremur, hvernig á á að setja sér markmið, æfingaáætlanir, æfinga magn, gæði æfinga. Lítillega farið í mataræði, fæðubótarefni, val á klæðnaði og hlaupameiðsl.

Eftir hádegi verður lögð áhersla á hlaupastíll og val á hlaupaskóm

Verð fyrir námskeiðið með hádegisverð er 6000 kr. en með hlaupagreiningu aðeins 8000 kr. Athugið að þarf að skrá sig sérstaklega í hlaupagreininguna.

Athugið að lágmarksfjöldi þáttakenda er 10.

Skráning og upplýsingar hjá ims@myv.is eða í símum 464-4225 og 861-0058

Bjarni Jónasson, forstöðumaður ÍMS