Friday, November 22, 2013

Skokk og ganga


Áhugafólk um skokk, göngu og aðra útiveru ætlar að hittast á laugardögum kl. 11 og hreyfa sig saman. Hægt að labba og spjalla eða hlaupa, jafnvel fara á skíði ef það er gott færi. Farið frá ÍMS á slaginu 11.00 og hægt að bregða sér í rækt eða pott á eftir. Vonumst eftir að sjá sem flesta.

Byrjum á morgun 23. nóvember.

Kveðja, Bjarni

Thursday, November 7, 2013

Líf og fjör hjá borðtennisklúbbnum Fálkakletti

Fv, Gunnar, Daníel, Brynjar, Stefán, Helgi James og Ívar. Krissi fylgist með

Líf og fjör hefur verið í kringum borðtennisstarfið hjá ÍMS í vetur. Nokkrir strákar í skólanum hafa verið mjög duglegir að mæta og eru að verða býnsa seigir í þessu. Verst að hafa ekki aðgang að þjálfara til að koma og segja þeim til.

Við höfum verið að taka borðin í gegn og vonum að við verðum komin með allavega 4 borð í gagnið fyrir jólin, jafnvel 5; Ekki veitir af.

Það er eitt sem við söknum þó sárlega. Það er að fá eldri spilara til að mæta og vera með. Borðtennissambandið hefur verið að biðla til okkar um að stofna lið til að keppa við Eyfirðinga og einhverja fleiri. Því væri gaman að fara að fá einhverja jaxla til að mæta.

Kveðja, ÍMS