Monday, March 25, 2013

Opnunartími yfir páskana

Það fórst fyrir hjá okkur að setja auglýsingu í síðustu Mýflugu. Opnunartími okkar yfir páskana verður sem hér segir:

Fimmtudagur 28. mars Skírdagur Lokað
Föstudagur 29. mars Föstudagurinn langi 12-18.00
Laugardagur 30. mars Laugardagur 12-16.00
Sunnudagur 31. mars Páskadagur Lokað
Mánudagur 1. apríl Annar í páskum Lokað

Kveðja, Forstöðumaður

Saturday, March 23, 2013


Í landi Litlustrandar eftir nokkur ár. Egill í Brekku að skíða
Jæja góðir hálsar. Erum að spá í að skella okkur í "hópskíð" á morgun, sunnudaginn 23. mars. Leggjum af stað frá flugvellinum kl. 10.30 í fyrramálið. Við ætlum að haga seglum eftir vindi og fara einhvern skemmtilegan hring.

Hvetjum alla til að mæta með góða skapið. Fólk í vondu skapi samt líka velkomið - þið verðið bara aftast.

Kveðja, Forstöðumaður

Tuesday, March 12, 2013

Gönguskíðafréttir

Góðan dag

Ég var að senda út bréf á gönguskíðahópinn okkar og langar að birta það hér líka svo fleiri geti lesið.


Ég og Kobbi vorum að ræða saman áðan um færi og lagningu brautar. Kobbi og Ási gengu úr Kröflu í gær og var færið vægast sagt skelfilegt að þeirra sögn. Ís og klaki.
Við stefnum að því að reyna að æsa Stjána og Krissa upp í að mylja upp braut með troðaranum frá skíðasvæðinu í Kröflu og eitthvað suður og austur í Sandabotnaskarðið. Þetta verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn þar sem þeir eru á fjöllum í dag.
Það er von okkar að í framhaldinu getum við farið að hafa opið spor á þriðjudögum og fimmtudögum framvegis. Það væri þá vísir að æfingum og kjörið að hittast einhver hópur á þessum dögum. Sigurgeir á Húsavík og Skúli hafa lýst yfir áhuga á því að koma og kíkja í heimsókn einhvern daginn. Eins hafa þeir boðið okkur velkomin til Húsavíkur til að ganga.

Það styttist í Orkugönguna og því þurfum við að fara að komast eitthvað á skíði!
Raggi gerði spor á álftabárunni á föstudag. Ég hef ekki heyrt hvort það standi ennþá.
Gönguskíðakveðja, Bjarni

Friday, March 8, 2013

Spor á Skútustöðum og skokkhópur

Það hefur varla farið framhjá fólki að veðrið hefur verið vægast sagt óhagstætt til útivistar þessa vikuna. Það versta er, að við höfðum ekki einu sinni skíðafæri upp úr krafsinu. Víðast hvar er mikið harðfenni og á fáum stöðum er "ferskur" snjór að gagni.

Þó höfðum við fregnir af því að spor hafi verið gert á Álftabáru, hjá gömlu sundlauginni. Raggi tilkynnti það um hádegi í dag (föstudag). Vonum að það standi eitthvað.

Annars er skokkhópur í fyrramálið. Nú er lag að draga fram skóna og fara að hita upp fyrir Mývatnsmaraþon 2013. Þar er jú skyldumæting þangað.

Kveðja, Forstöðumaður

Monday, March 4, 2013

Lokað í dag

Mánudagur 4. mars - Lokað vegna veður!

Veðrið er afleitt. Veðurstofa Íslands spáir því að veðrið muni ekki ganga niður fyrr en um hádegi á morgun, í fyrsta lagi.

Við biðjumst velvirðingar á því ef þetta veldur einhverjum óþægindum.

Kveðja, Forstöðumaður