Wednesday, September 18, 2013

Borðtennisklúbburinn Fálkaklettur

Borðtennisbyltingin er hafin!! 

Þriðjudagar kl. 18.00

Fimmtudagar kl. 17.00

Allir velkomnir

Tuesday, September 17, 2013

Vetararopnun

Jæja þá er veturinn að skella á og ekki seinna vænna en að auglýsa nýjan og breyttan opnunartíma. Einnig verða í boði fjölmargir skemmtilegir tímar í íþróttasal sem eru öllum opnir. Við hvetjum alla til að mæta og nýta sér það.

Hugsunin á bakvið nýjan og breyttan opnunartíma er í megin atriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að einfalda opnunartímann og lengja hann fram á kvöldið. Það nýtist dagvinnufólki best, en er einnig gert m.t.t. markaðsetningar og til að auðvelda ferðafólki að nýta sér aðstöðuna. Í öðru lagi næst fram nokkur sparnaður í launa- og rekstrarkostnaði. Eins og fólk eflaust veit, þá er okkur þröngur stakkur skorinn í þeim efnum.

Við viljum benda fólki sérstaklega á að nú verður húsið og sundlaugin opin á föstudögum milli kl. 12.00 og 16.00.

Íþróttamiðstöðin og sundlaugin verður opin í vetur sem hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga:     16.00 – 20.00
Föstudaga:                             12.00 – 16.00
Laugardaga:                           12.00 – 16.00

Tímar í Íþróttasal verða sem hér segir:


Mánud
Þriðjud
Miðvikud
Fimmtud
Föstud
Laugard
12.00-
13.00




Frjálst
Fótbolti
13.00-
14.00




Frjálst
Fótbolti
14.00-
15.00




Frjálst
Frjálst
15.00-
16.00




Frjálst
Frjálst
16.00-17.00






17.00-
18.00
Blak
Badminton
Blak
Borðtennis


18.00-
19.00
Blak
Borðtennis
Blak
Badminton


19.00-
20.00
Frjálst
Bandý
Fótbolti
Körfubolti



Öllum er heimilt að mæta í skipulagða og/eða frjálsa tíma í íþróttasal.

Verðaskrá:
Stakur tími:     500 kr
10 miða kort: 4.000 kr
30 miða kort: 10.000 kr

Athugið að tímar á vegum Mývetnings og tímar fyrir eldri borgara verða auglýstir síðar.


Kveðja, starfsfólk ÍMS