Tuesday, January 14, 2014

Bætt heilsa – betra líf. 

Heilsuræktar og lífsstílsnámskeið mun hefjast 25. janúar. Markmið námskeiðsins er m.a. aukin líkamleg færni, betri sjálfsmynd, betri líðan og aukin orka. Þáttakendur í námskeiðinu fá einnig fræðslu um holla næringu, líkamsbeitingu og fleira. Eftir námskeiðið á fólk að kunna skil á fjólbreyttum æfingum sem það getur stundað hvar sem er.

Unnið verður með spurninguna: Hvað er heilsa? Reynt verður að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikil gæði felast í því að geta hreyft sig óhindrað fram á gamals aldur. Er eitthvað sem segir að við getum ekki stundað fjallgöngur og útivist, jafnvel á níræðisaldri? Lögð verður áhersla á að kenna fólki að forðast skyndilausnir og hjálpa fólki að horfa gagnrýnum augum á líkamsræktargeirann.

Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum og æfingum í þreksal og í íþróttasal þrisvar í viku. Æfingar miða að því að þjálfa liðleika og styrk jöfnum höndum, m.a til varnar helstu hreyfikerfisvandamálum, s.s. verk í mjóbaki, öxlum og hnjám. Boðið verður upp á mælingar á þyngd, fitu, blóðþrýstingi, blóðsykri ofl í upphafi og lok námskeiðs. Námskeiðið er unnið í samvinnu við Stefán Ólafsson sjúkraþjálara á Akureyri og mun hann opna námskeiðið með fyrirlestri laugardaginn 25. janúar kl. 10.00. Takið daginn frá.

Námskeiðið er 6 vikur og verða tímar sem hér segir:

Mánudaga:       16.30 - 17.30
Miðvikudaga:   16.30 - 17.30
Laugardaga:     10.00 - 11.00

Verð á námskeiðið er 20.000 krónur. Innifalið í því er frjáls aðgangur að þreksal og sundlaug ÍMS á meðan á námskeiði stendur og aðgangur að fyrirlestrum.

Skráning í Íþróttamiðstöð og á ims@myv.is

Leiðbeinendur á námskeiði verða: Soffía Kristín, Harpa Barkar, Ásta Price og Bjarni Jónasson.