Tuesday, June 25, 2013

Hlaupum saman í sumar


Nú ætlum við að fara að taka upp þráðinn aftur í hlaupahópnum. Stefnum að því að fara frá sundlaug:

Þriðjudaga:    kl. 16.30
Fimmtudaga:  kl. 16.30
Laugardaga:   kl. 11.00

Hugmyndin er að hafa þetta frekar óformlegt. Fólk hittist bara, kynnir sig og ákveður hvert það vill fara og hversu langt. Undirritaður stefnir að því að vera forystusauður þegar hann er í sveitinni en er engin forsenda fyrir því að þetta geti farið fram.

Undirritaður verður ekki í sveitinni frá 29. júní til 8 júlí og þá verða aðrir bara að stíga upp leiða hópinn. Allir eru velkomnir (ferðamenn líka) og um að gera að láta orðið berast.

Sáumst í dag kl. 16.30

Kveðja, Bjarni

Monday, June 24, 2013

Fleiri sundgarpar

Óðinn Þór með viðurkenningu
Það fjölgar alltaf í hópi sundgarpa sem klára Sundmerki 2013. Til að hljóta þann heiður verða börn í Grunnskólanum í Reykjahlíð að mæta minnst 10x í sund og synda allavega 200 metra í hvert skipti. Í dag fékk Óðinn Þór 7 ára viðurkenningu fyrir að hafa náð þessum áfanga. Hann er samt hvergi nærri hættur að mæta í laugina. Framtíðarsundgarpur þar á ferð.

Kveðja, starfsfólk

Tuesday, June 4, 2013

Morgunþrek í Reykjahlíð

Morgunþrek í Reykjahlíð


Sumarið er tíminn! :) 

Morguntímar hefjast mánudaginn 24. júní
Námskeiðið er í 4 vikur en kennt verður milli 6.30 og 7,30 á morgnana 3svar í viku (mán, þrið og fim) á grasvellinum fyrir utan íþróttahúsið.

Um er að ræða sambland af hinum ýmsu íþróttagreinum. Brennsluæfingar og góðar styrktaræfingar þar sem eigin líkamsþyngd er notuð að mestu. Core-svæðið (miðsvæði líkamans) verður æft sérstaklega, æfingar með bolta, ketilbjöllur og margt annað sem hjálpar þér að komast í form en fyrst og fremst er ætlunin að hafa gaman saman og auka vellíðan.

Verð:
Allt námskeiðið – 10.000
Stakur tími – 1000 kr (Prufutími er frír)

Einnig bíð ég upp á fjarþjálfun en þá útbý ég æfingarprógramm sérsniðið að þínum þörfum, mælingar, matarprógramm (eða skilað er inn matardagbók) og eftirfylgni.
Mánuður í fullri fjarþjálfun: 10.000 kr

Morguntímar + fjarþjálfun – 16.000 kr.

Skráning á johannamb92@gmail.com eða í síma 866-8407
Aðeins 14 pláss eru í boði þannig að fyrstur pantar- fyrstur fær.

Aðeins 11.500 kr.

Skráningar í síma 866-8407 eða á netfangið johannamb92@gmail.com – skráning fyrir 6. janúar.

Kennt verður í Dansskóla Evu Karenar
Kennari: Jóhanna Marín Björnsdóttir

Hvað er Cross-Þjálfun?

Cross-Þjálfun er sambland af hinum ýmsu íþróttagreinum. Um er að ræða brennsluæfingar og góðar styrktaræfingar þar sem eigin líkamsþyngd er notuð að mestu. Core-svæðið verður æft sérstaklega, æfingar með bolta og margt fleira sem hjálpar þér að komast í form!
Aðeins 14 pláss eru í boði þannig að fyrstur pantar- fyrstur fær.

Aðeins 11.500 kr.

Skráningar í síma 866-8407 eða á netfangið johannamb92@gmail.com – skráning fyrir 6. janúar.

Kennt verður í Dansskóla Evu Karenar
Kennari: Jóhanna Marín Björnsdóttir

Hvað er Cross-Þjálfun?

Cross-Þjálfun er sambland af hinum ýmsu íþróttagreinum. Um er að ræða brennsluæfingar og góðar styrktaræfingar þar sem eigin líkamsþyngd er notuð að mestu. Core-svæðið verður æft sérstaklega, æfingar með bolta og margt fleira sem hjálpar þér að komast í form!

Þjálfari er Jóhanna Marín Björnsdóttir, starfsmaður í íþróttahúsi Skútustaðahrepps, einkaþjálfari og nemi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ.