Aðventuhlaup


Aðventuhlaup ÍMS fer alltaf fram annan laugardag í aðventu. Markmið hlaupsins er að hvetja fólk til hreyfingar og til að fara út að hlaupa, eða ganga, sama hvernig veðrið er. Ekkert skráningargjald er í hlaupið og engin tímataka. Allir eru velkomnir.

Í ár (2014) verður hlaupið laugardaginn 13. desember. Hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina (sundlaugina) kl. 11.00 og fólk beðið að mæta tímanlega til að skrá sig. Braut verður ákveðin fljótlega.

Glæsilegir útdráttarvinngar eru í boði fyrir alla sem skrá sig.

Frábær byrjun á góðum degi í Töfralandi jólanna þar sem dagsrkáin er fullpökkuð af skemmtilegum viðburðum.

Kveðja, starfsfólk ÍMS

No comments:

Post a Comment