Í gær hófst hið margumtalaða skriðsundsnámskeið Soffíu og ÍMS. Alls hafa 10 skráð sig og af þeim mættu 8 í gær. Einhverra hluta vegna hafa bara konur skráð sig og er það umhugsunarvert. Kunna allir karlar skriðund? Ef einhverjum karli snýst hugur og vill vera með þá munu þær ábyggilega taka vel á móti honum.
Nú er úti veður vont og ekki er spáin fyrir morgundaginn neitt til að hrópa húrra yfir. Við skulum bíða og sjá hvort fresta verði námskeiði á morgun en við munum tilkynna það hér og á fésbókinni.
Kveðja, Starfsfólk ÍMS
Wednesday, October 31, 2012
Monday, October 29, 2012
Fyrsti skokkhópurinn
Myndin tengist fréttinni ekki beint |
Áhugafólk um hlaup, göngu og aðra útivist hittist við Íþróttamiðstöðina síðasta laugardag og tóku hring saman. Alls mættu 6 viljugir joggarar og eru það 1,6% íbúa sveitarfélagsins Skútustaðahrepps. Það jafngildir því að 300 manns hefðu mætt í skokkhóp á Akureyri og 320.000 manns hefðu mætt í Peking. En betur má ef duga skal og við stefnum að því að gera enn betur um næstu helgi.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um hlaup að vetri til viljum við benda á þennan pistil sem er að finna undir Fróðleik hér á síðunni. Það er engin ástæða að vera hræddur við kuldabola.
Kveðja, ÍMS
Skriðsundsnámskeið
Síðustu forvöð að skrá sig á skriðsundsnámskeiðið sem hefst á morgun. Skráning hefur verið með ágætum en ennþá er hægt að bæta við fólki.
Kveðjur, starfsfólk ÍMS
Friday, October 26, 2012
Skokkhópur á morgun
Mynd tekin af http://www.acmemultisports.com/ |
Einnig viljum við minna á að en er hægt að skrá sig á skriðsundsnámskeiðið sem hefst á þriðjudaginn. Látið vita sem fyrst.
Wednesday, October 24, 2012
Skokkhópur
Áhugafólk
um hlaup, göngu, hjólreiðar og aðra holla hreyfingu mun hittast við
Íþróttamiðstöðina á laugardögum kl. 11.00 í vetur. Farinn verður skemmtilegur
hringur og þáttakendur stilla hraða og vegalengd af eftir eigin getu. Eftir
átökin er tilvalið að teygja á í rólegheitum í Íþróttamiðstöðinni, sötra kaffi
og láta svo líða úr sér í pottunum. Fólk með barnavagna og kerrur er
sérstaklega boðið velkomið.
Allir að mæta nú á laugardaginn (27. okt)!
Skriðsundsnámskeið að hefjast!
Skráning er hafin á skriðsundsnámseið og mun það hefjast 30. október ef næg þátttaka næst. Kennari verður Soffía Kristín Björnsdóttir íþróttakennari og mun kennsla fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum milli 17.30 - 18.30. Markmið námskeiðsins er að fólk læri að synda átakaminna skriðsund sér til heilsubótar og skemmtunar. Námskeiðið er fyrir byrjendur en hentar einnig þeim sem áður hafa farið á námskeið eða vilja bæta tæknina. Þeir sem skrá sig á námskeiðið geta pantað froskalappir, sundgleraugu og annan varning frá Speedo á 20% afslætti í sundlaug. Nánari upplýsingar og skráning í síma 464-4225 eða sendið póst á ims@myv.is
Friday, October 19, 2012
Opnun heimasíðu
Hér verða birtar fréttir og upplýsingar um starfsemi Íþróttarmiðstöðvarinnar í Skútustaðahreppi.
Síðan er í vinnslu og mun opna formlega fljótlega.
Síðan er í vinnslu og mun opna formlega fljótlega.
Subscribe to:
Posts (Atom)