Fimmtudagur 28. mars | Skírdagur | Lokað |
Föstudagur 29. mars | Föstudagurinn langi | 12-18.00 |
Laugardagur 30. mars | Laugardagur | 12-16.00 |
Sunnudagur 31. mars | Páskadagur | Lokað |
Mánudagur 1. apríl | Annar í páskum | Lokað |
Kveðja, Forstöðumaður
Fimmtudagur 28. mars | Skírdagur | Lokað |
Föstudagur 29. mars | Föstudagurinn langi | 12-18.00 |
Laugardagur 30. mars | Laugardagur | 12-16.00 |
Sunnudagur 31. mars | Páskadagur | Lokað |
Mánudagur 1. apríl | Annar í páskum | Lokað |
![]() |
Í landi Litlustrandar eftir nokkur ár. Egill í Brekku að skíða |
Ég og Kobbi vorum að ræða saman áðan um færi og lagningu brautar. Kobbi og Ási gengu úr Kröflu í gær og var færið vægast sagt skelfilegt að þeirra sögn. Ís og klaki.
Við stefnum að því að reyna að æsa Stjána og Krissa upp í að mylja upp braut með troðaranum frá skíðasvæðinu í Kröflu og eitthvað suður og austur í Sandabotnaskarðið. Þetta verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn þar sem þeir eru á fjöllum í dag.
Það er von okkar að í framhaldinu getum við farið að hafa opið spor á þriðjudögum og fimmtudögum framvegis. Það væri þá vísir að æfingum og kjörið að hittast einhver hópur á þessum dögum. Sigurgeir á Húsavík og Skúli hafa lýst yfir áhuga á því að koma og kíkja í heimsókn einhvern daginn. Eins hafa þeir boðið okkur velkomin til Húsavíkur til að ganga.
Það styttist í Orkugönguna og því þurfum við að fara að komast eitthvað á skíði!
Raggi gerði spor á álftabárunni á föstudag. Ég hef ekki heyrt hvort það standi ennþá.
Gönguskíðakveðja, Bjarni