Tuesday, March 12, 2013

Gönguskíðafréttir

Góðan dag

Ég var að senda út bréf á gönguskíðahópinn okkar og langar að birta það hér líka svo fleiri geti lesið.


Ég og Kobbi vorum að ræða saman áðan um færi og lagningu brautar. Kobbi og Ási gengu úr Kröflu í gær og var færið vægast sagt skelfilegt að þeirra sögn. Ís og klaki.
Við stefnum að því að reyna að æsa Stjána og Krissa upp í að mylja upp braut með troðaranum frá skíðasvæðinu í Kröflu og eitthvað suður og austur í Sandabotnaskarðið. Þetta verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn þar sem þeir eru á fjöllum í dag.
Það er von okkar að í framhaldinu getum við farið að hafa opið spor á þriðjudögum og fimmtudögum framvegis. Það væri þá vísir að æfingum og kjörið að hittast einhver hópur á þessum dögum. Sigurgeir á Húsavík og Skúli hafa lýst yfir áhuga á því að koma og kíkja í heimsókn einhvern daginn. Eins hafa þeir boðið okkur velkomin til Húsavíkur til að ganga.

Það styttist í Orkugönguna og því þurfum við að fara að komast eitthvað á skíði!
Raggi gerði spor á álftabárunni á föstudag. Ég hef ekki heyrt hvort það standi ennþá.
Gönguskíðakveðja, Bjarni

No comments:

Post a Comment