Skemmtilegt hlaupanámskeið var haldið hjá okkur um síðustu helgi. Markmið námskeiðsins var að reyna að hrista saman hóp af fólki sem langar til æfa saman fyrir Mývatnsmaraþon. Farið var yfir ýmsa þætti sem gott er að hafa í huga þegar maður ætlar að byrja að hlaupa fyrir alvöru, s.s. markmiðasetningu, uppsetningu á æfingaáætlunum, púlsþjálfun og fleira. Eftir hádegi var lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðs hlaupastíls, m.a sem forvörn gegn meiðslum.
Kennari var einn reynslumesti maraþonhlaupari landsins, Daníel Smári hjá
Afreksvörum í Reykjavík.
Hann hefur nú dreift spurningalistum til þáttatakenda og mun í kjölfarið hjálpa fólki með æfingaáætlanir og "fjarstýra" hópnum.
Sem fyrr munum við halda áfram að skokka frá ÍMS á laugardagsmorgnum kl. 11.00 en reynum að fjölga æfingum með hækkandi sól. Skokkhópur fellur þó niður laugardaginn 13. apríl vegna Orkugöngu.
Kveðja, forstöðumaður
No comments:
Post a Comment