Átakið Sundmerki 2013 hefur nú staðið yfir síðan í febrúar. Markmið átaksins er að fá krakka á grunnskólaaldri í Mývatnssveit til að vera duglegri að mæta í sund til að leika sér og synda. Í hvert skipti sem krakki mætir í sund og syndir 200 metra eða meira, fær hann stimpil í þar til gert kort. Á kortinu er pláss fyrir 10 stimpla og þeir sem klára kortið sitt fyrir febrúar á næsta ári fá smávægilegan vinning.
Nú þegar hafa tveir duglegir strákar klárað kortin sín og fengu þeir afhend viðurkenningarskjöl, verðlaunapening og karmellur í poka. Ekki slæmt svona síðasta skóladaginn á þessu vori.
|
Valur Snær fær verðlaun
|
|
Helgi James er mikill sundgarpur |
No comments:
Post a Comment