Sæmundur hjá Geotravel og Bjarni forstöðumaður ÍMS |
Á dögunum barst Íþróttamiðstöðinni glæsileg gjöf frá Geotravel. Um er að ræða skjá sem settur var við hlaupabrettið. Það má því segja að útsýnið úr ræktinni hafi batnað til muna. Um er að ræða fullkominn skjá þar sem m.a. er hægt að horfa á efni af USB minnislykli. Nú geta því allir tekið með sér minnislykil og horft á skemmtilegt efni á meðan hitað er upp.
Gjafir sem þessar og stuðningur fyrirtækja í sveitinni er okkur afar mikilvægur. Geotravel hefur stutt vel við bakið á Íþróttamiðstöðinni á liðnu ári með ýmsum hætti og þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Kveðja, Bjarni Jónasson
Magnað... Áfram GeoTravel og Sæmi :)
ReplyDelete