Ákveðið hefur verið að bjóða upp á barnagæslu í Íþróttamiðstöðinni tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 17.00 og 19.00. Elstu bekkingar grunnskólans munu sjá um gæsluna og kostar 500 krónur fyrir hvert barn. Allur ágóði af starfinu rennur í ferðasjóð 9. og 10. bekkjar. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að skella sér í ræktina, í sund eða blak og í leiðinni styðja við gott málefni. Verum nú dugleg að mæta með gríslingana svo grundvöllur verði fyrir að halda starfinu áfram.
Ef fólk á gömul leikföng eða barnabækur sem það tímir að lána eða gefa, má það endilega koma því áleiðis eða hafa samband við forstöðumann ÍMS.
Kveðja, forstöðumaður
No comments:
Post a Comment