|
Skokkhópurinn 10. nóv 2012. Frá vinstri Bjarni Jónasson skokkhópsstjóri |
Þó veður væri ekki með besta móti í dag lagði skokkhópurinn af stað stundvíslega kl. 11.00 frá Íþróttamiðstöðinni. Farið var sem leið lá um Múlaveg, niður Austurlandsveg og svo haldið til norðurs, í átt að planinu á Hótel Reynihlíð þar sem snúið var við. Sama leið til baka, samtals 3,5 km. Þetta gekk ágætlega en þó þurfti að klofa skafla á nokkrum stöðum og setja undir sig hausinn á móti norðan garranum þegar verst lét. Einnig var nokkur hálka og því gott að vera vel "mannbroddaður". Innan tíðar munum við hjá ÍMS bjóða upp á maganaða gorma undir skó frá
Yaktrax til sölu. Fylgist með.
Kveðja, Forstöðumaður
No comments:
Post a Comment