|
Blakæfing hjá Mývetningi |
Í kvöld er badmintonæfing. Það er tilfinning okkar hjá ÍMS að veturinn í vetur verði mikill badmintonvetur, enda frábær íþrótt. Það er nokkuð misjafnt eftir því hvaða gögn eru skoðuð hvar badminton flokkast á vinsældarskalanum í heiminum. Það er þó ljóst, að badminton er allavega ein af 5 vinsælustu íþróttum í heimi þegar litið er til ástundunar almennings. Vissuð þið að badminton er hraðasta "spaðaíþróttin"? Fokkan getur náð allt að 300 km/klst þegar hún fer af spaðanum! Hún fer því hraðar en tennisbolti og veggtennisbolti. Vissuð þið að í einum leik getur hver leikmaður farið um 2 km og bestu fokkurnar eru búnar til úr vinstri vængnum af gæsum! Magnaðar staðreyndir.
Eftir badminton í kvöld er frjáls tími í sal. Þeir sem eiga kort eða borga 500 kall geta skellt sér í bandý, körfu eða bara legið á miðju gólfinu og slappað af. Svo lengi sem fólk er í fötum og fer ekki að slást þá er okkur sama.
Annars er sundlaugin 30°C, bottarnir frábærir og kaffi á könunni.
Kveðja, Forstöðumaður
No comments:
Post a Comment