Wednesday, January 30, 2013
Svona á þetta að vera!
Það er sko búið að vera líf og fjör í ÍMS í dag. Stórhríðinni hefur slotað og fólk sennilega fegið að komast út aftur. Ég segi ekki að það sé eins og beljur að vori, en allt að því. Líf og fjör. Fullt af fólki hefur komið og synt, ræktin hefur verið vel nýtt og nú síðast 17 manns í blak! Svo er fótboltinn eftir kl. 19.00.
Þetta þýðir líka að nóg hefur verið að gera hjá Sonju og Ingimari Atla í barnagæslunni. Sú þjónusta verður líkast til vel nýtt það sem eftir lifir vetrar. Svona á þetta að vera!
Kveðja, Forstöðumaður
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment