Monday, January 7, 2013

Gönguskíði


Nú hefur verið bætt við síðuna okkar nýrri undirsíðu sem nefnist "Gönguskíði". Þar er ætlunin að birta upplýsingar um hvort og hvar séu opin gönguskíðaspor í Mývatnssveit. Aðdragandi þessa er sá, að aðili frá Skíðasambandi Íslands hafði samband við Jakob Stefáns (Kobba) og spurðist fyrir um hvort hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. Úr varð að við ákváðum að hýsa þetta hér á síðu ÍMS.

Það er von okkar að þetta verði til þess að fleiri muni leggja leið sína í sveitina til þess að fara á gönguskíði. Enn fremur vonum við að þetta muni efla gönguskíðamenningu Mývetninga og verða þeim hvatning til þess að draga fram skíðin.

Smellið hér til að skoða síðuna

Kveðja, Bjarni

No comments:

Post a Comment