|
Bjössi að þrífa laugina |
Verkin ganga ekki alltaf eins og við viljum að þau geri. Þá er um að gera að hugsa út fyrir kassann. Hér má sjá starfsmann mánaðarins hjá ÍMS, Sigurbjörn Reyni (Bjössa) ryksuga laugina nú í morgun. Nú er laugin ekki bara akkúrat passlega heit, heldur einnig svo hrein og fín að eftir er tekið. Þið bara verðið að mæta í sund í kvöld og tékka á þessu.
Kveðja, starfsmenn ÍMS
No comments:
Post a Comment