Friday, February 8, 2013

Næstu dagar

Gönguskíðaspor: Spor var gert í Kröflu í dag (08.02.2013) með troðara. Vonandi helst það gott allavega á morgun, laugardag.

Sel Hótel Mývatn á Skútustöðum hefur haldið opnum sporum síðustu daga. Svo verður áfram um helgina.

Skokkhópur. Skokkhópseinvaldurinn er á Akureyri. Fólk er þó hvatt til að mæta á morgun, laugardag.

Fundur á mánudag. Eins og auglýst var í Mýflugunni síðustu þá er gönguskíðafundur á mánudaginn kl. 20.00 í ÍMS. Rætt um stofnun gönguskíðadeildar innan Mývetnings, gerð spora, aðstöðu ofl.

Kveðja, forstöðumaður.

No comments:

Post a Comment