Vorum að fá í hús skíðaáburð sem allir geta notað. Áburðurinn er fljótlegur og einfaldur í notkun og bæði ver skíðin og gefur betra rennsli. Virkar fyrir öll hitastig. Þú berð á skíðin með svampi sem er fremst á brúsanum. Alveg eins og að bera á skó. Fínt fyrir riffluð gönguskíði, svigskíði og bretti.
Minnum á gönguskíðafundinn sem verður í kvöld í ÍMS kl. 20.00. Rætt verður um stofnun gönguskíðadeildar innan Mývetnings, lagningu spora ofl.
Forstöðumaður
No comments:
Post a Comment