Saturday, February 16, 2013

Skíðað í kringum Belg


Á morgun sunnudag (17.02.13)  mun nýstofnuð gönguskíðadeild Mývetnings standa fyrir göngu í kringum Vindbelg. Lagt verður af stað frá hlaðinu í Vagnbrekku kl. 10.30 undir leiðsögn Egils bónda. Kaffiveitingar verða að göngu lokinni.

Annars er frábært færi til göngu á vatninu í dag og í gær. Þeir sem eru kunnugir á vatninu ættu ekki að láta það framhjá sér fara og spenna á sig skíðin.

Kveðja, nefndin

No comments:

Post a Comment