Friday, December 6, 2013

Froststilla

Ljósmyndari: Egill Freysteinsson
Sveitin skartar sínu fegursta í dag eins og svo oft áður þegar frostið er mikið. Í gær var -12°C frost og vindur. Þá var ekki hundi út sigandi. Í dag er dásamlegt að vera úti og hvetjum við fólk til að nýta tækifærið og fara út og hreyfa sig. Yngvi Ragnar í Selinu hafði samband við okkur og sagðist vera búinn að fara út á Stakhólstjörn og er ísinn um 20 cm. Tilvalið að spenna á sig gönguskíðin og líða áfram í sindrandi púðrinu.

Kveðja, Starfsfólk

No comments:

Post a Comment