Aðstaðan

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps státar af glæsilegri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Það eru ekki mörg sveitarfélög af þessari stærðargráðu sem geta boðið íbúum sínum upp á jafn fullkomna og fjölbreytta aðstöðu til líkams og heilsuræktar.

Sundlaug
Sundlaugin í Reykjahlíð
Sundlaugin er 25 metrar að lengd, 12 metrar að breydd og mesta dýpi er 1,9 metrar. Hægt er að setja upp fjórar brautir sem allar eru með palli. Laugin hentar því vel sem keppnislaug. Tveir heitir pottar eru við laug.











Líkamsræktarsalur
Frábær aðstaða til líkamsræktar
Líkamsræktarsalur er í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar. Salurinn er búinn fullkomnum tækjum frá Technogym sem bjóða upp á fjölbreyttar æfingar fyrir allan líkaman. Fullkomið hlaupabretti, stigvél og þrekhjól eru einnig í salnum.










Íþróttasalur
Salurinn í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps

Salurinn er nýttur við íþróttakennslu í Grunnskóla Skútustaðahrepps en er einnig leigður út til hópa. Í salnum er hægt að leggja stund á flestar hefðbundnar innanhúsíþróttir, s.s. fótbolta, körfubolta, blak og badminton.

No comments:

Post a Comment