Wednesday, January 6, 2016

Lokun sundlaugar

Á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir áramót var ákeðið að loka sundlauginni um óákveðinn tíma frá og með 1. janúar 2016. Ákvörðunin er tekin m.t.t. þess að núverandi ástand sundlaugar, potta  og laugarsvæðis uppfyllir ekki kröfur um öryggi gesta. Einnig hefur ekki tekist að komast fyrir þrálátan leka úr sundlaugarkari. Það er því ljóst að sundlaugin og pottarnir verða ekki opnuð aftur án verulegra enduruppbyggingar. Þær framkvæmdir eru því miður ekki fyrirsjáanlegar á næstunni.

Það þýðir samt ekkert að leggja árar í bát og við skulum vona að það verði vindur í seglin á öðrum vígstöðvum. Ræktin verður áfram og íþróttir í íþróttasalnum. Við stefnum á það að keyra annað Zumba námskeið og höfum fengið fyrirspurnir varðandi morgunþrek. Sjáumst hress í spriklinu sem oftast 2016.


Kveðja, forstöðumaður

No comments:

Post a Comment