Thursday, January 22, 2015

Gildi hreyfingar

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað það er nauðsynlegt fyrir mannskepnuna að hreyfa sig ef hún ætlar að vera heilbrigð, láta sér líða vel og vera laus við sjúkleika og stress. Svo er auðvitað bara mjög lummó að sitja bara heima allan daginn eins og kartöflupoki og stynja.

Við gætum vitnað í þúsundir rannsókna til að sanna mál okkar - en við ætlum ekki að gera það. Trúið bara því sem við segjum og mætið til okkar í sund eða ræktina. Þetta snýst ekki um að vera kominn í kjólinn fyrir jólin eða líta ekki út eins og slubby joe í baðfötum á ströndinni á Ibiza í febrúar. Þetta snýst um að líða vel í eigin líkama og vera hraustur.

Til þess þarf maður að hreyfa sig.

No comments:

Post a Comment