Samstarf og afslættir

Samstarf


Þeir sem eiga 5 vikna, 3 mánaða eða árskort í ræktina* hjá okkur geta nýtt sér samstarf við eftirfarandi líkamsræktarstöðvar og kíkt frítt í ræktina.


Bjarg Akureyri. Frábær líkamsræktarstöð með Technogym tækjum eins og við þekkjum úr salnum okkar. Svo er fullt af hlaupabrettum, stigvélum og öllu sem hugurinn girnist. Heitir pottar, Smoothies, barnagæsla og fleira. Kíkið á heimasíðuna hjá Bjargi.

Þreksport Sauðárkróki. Í stöðinni er að finna góð upphitunartæki, róðravélar og hjól. Nóg af handlóðum og fínum tækjum, m.a. frá Jimsa. Gufubað og verslun með föt og fæðubótarefni. Heimasíðan er hér.

Íþróttmiðstöð Ólafsfjarðar. Þarna eru tæki frá Techno Gym eins og við þekkjum úr okkar sal. Þið getið farið og spriklað frá ykkur allt vit og kíkt svo í sund á eftir.

Íþróttamiðstöðin Siglufirði. Sama og í Ólafsfirði, þið getið kíkt í ræktina eða sund.

Íþróttamiðstöðin á Dalvík. Glæsileg líkamsræktaraðstaða með splúnkunýjum græjum sem bíða eftir að láta hamast á sér. Frábær sundlaug, rennibraut, allt saman rammað inn af fallegasta dal landsins, Svarfaðadal. Heimasíðan er hér.

Sporthúsið, Reykjavík. Flestir hafa heyrt um Sporthúsið, enda flottasta og best búna alhliða líkamsræktar og íþróttaaðstaða á landinu. Allt frá líkamsrækt og Crossfit út í strandblak og sjúkraþjálfun. Heimasíða Sporthússin er hér.

ATH! Ef fólk er á ferðinni og vill kíkja í ræktina á þessum stöðum verður að hafa samband við ÍMS áður svo hægt sé að gera ráðstafanir.

*Gildir aðeins af kortum í ræktina en ekki af sundkortum.

Afslættir


Þeir sem eiga 5 vikna, 3 mánaða eða árskort í ræktina hjá okkur fá 10% afslátt af öllum vörum sem við seljum, þ.m.t. Craft, Yaktrax og Speedo.

5 comments: