Vörur

Við hjá ÍMS seljum vörur frá nokkrum þekktum framleiðendum af íþrótta, sund og útivistarbúnaði/fatnaði. Við höfum kannski ekki efni á að vera með stóran lager, en ef eitthvað vantar, þá bara pöntum við það. Það er góð þjónusta! Helstu vörur sem við seljum eru:

 Við seljum hlaupaskó frá New Balance og Newton Running. Báðir þessir framleiðendur  leggja mikið upp úr framúrstefnulegri hönnun á hlaupaskóm sem miðar að því að lágmarka líkur á meiðslum og hámarka þægindi. Svo eru þetta líka bara lang flottustu skórnir.

Við hjá ÍMS mælum sérstaklega með New Balance Minimus fyrir utanvegahlaup, ræktina og hversdags. Fyrir hlaup á götum og slitlagi klikka Newton ekki en þeir eru hannaðir með það fyrir augum að hjálpa fólki að ná "náttúrulegum" hlaupastíl.


Litla Craftverslunin okkar
Ef þú hefur gaman að því að hreyfa þig, sama hvort það er að hlaupa, hjóla, ganga eða vera á gönguskíðum, þá eru Craft vörurnar eitthvað fyrir þig. Sænskar gæðavörur sem eru hannaðar fyrir svipaðar aðstæður og við búum við. Vettlingar, lúffur, húfur, sokkar, undirföt, buxur, peysur, jakkar og fleira. Eigum einnig stuttbuxur og íþróttaboli fyrir ræktina. Eigum vörur á lager og til sýnis. En ef eitthvað vantar þá bara pöntum við það og bjóðum á frábæru verði.

Heimasíða Craft í Svíþjóð
Heimasíða Craft á Íslandi

Getum einnig haft milligöngu með Madshus skíðavörur, Rode áburð og klístur á skíði, GT og Schwinn reiðhjól, New Balance hlaupaskó og fleira og fleira. Kíkið á craft.is til að sjá vöruúrvalið.Við seljum hina margrómuðu hálkugorma undir skó. Þessir gormar eru útivstarfólki að góðu kunnir og nýtast hvort heldur sem er til göngu eða í hlaupin. Einfalt og fljótlegt að setja undir skó en veitir ótrúlega góðan stöðuleika á svelli. Ef þið viljið einhverjum illt, þá er þetta ekki rétta gjöfin. Til í tveimur gerðum:

Walker (göngu):    4000 kr.
Pro (fyrir hlaupin): 5000 kr.


Speedo

Speedo er sundfatamerki sem á rætur sínar að rekja til Ástralíu. Frá 1928 hefur Speedo verið leiðandi í þróun sundfata og sundfataefna, má þar nefna Endurance, Sculpture, Fastskin og Lazer Racer. Speedo hannar sundföt fyrir alla, hvort sem fólk er á leið á ströndina, í pottinn eða á sundæfingu.

Heimasíða Speedo á Íslandi er hér.

No comments:

Post a Comment