Thursday, October 23, 2014

Vetrarstarfið


Við höfum ekki staðið okkur í að uppfæra síðuna okkar en það stendur til bóta. Hér á blogginu er hægt að finna flest allar upplýsingar um okkur og starfsemi okkar, nýuppfærðar. Ef þið finnið eitthvað athugavert megið þið endilega láta okkur vita.

Annars er allt með svipuðu sniði hjá okkur í vetur. Blak, badminton og fótbolti í salnum og ræktin á sínum stað. Stefnum fljótlega að því að byrja með einhverskonar þrektíma eða leikfimi. Það vakti mikla lukku í fyrra. Eins höfum við verið einstaklega heppin með veður og því hefur sundlaugin verið vel volg það sem af er vetri.

Eins viljum við minna á vörurnar sem við erum að selja. Hálkugorma frá Yaktrax, Speedo sundfatnað- og gleraugu og Craft útivistarfatnað. Vorum að fá nýja sendingu af Craft, þ.m.t. alveg frábærar dúnúlpur á karla í áður óþekktum gæðum og á áður óþekktu gjafaverði. Munið líka gönguskíðabuxurnar sívinsælu. Við eigum flest allt nema tóbak og kúluhatta.

No comments:

Post a Comment