Friday, March 8, 2013

Spor á Skútustöðum og skokkhópur

Það hefur varla farið framhjá fólki að veðrið hefur verið vægast sagt óhagstætt til útivistar þessa vikuna. Það versta er, að við höfðum ekki einu sinni skíðafæri upp úr krafsinu. Víðast hvar er mikið harðfenni og á fáum stöðum er "ferskur" snjór að gagni.

Þó höfðum við fregnir af því að spor hafi verið gert á Álftabáru, hjá gömlu sundlauginni. Raggi tilkynnti það um hádegi í dag (föstudag). Vonum að það standi eitthvað.

Annars er skokkhópur í fyrramálið. Nú er lag að draga fram skóna og fara að hita upp fyrir Mývatnsmaraþon 2013. Þar er jú skyldumæting þangað.

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment