Tuesday, April 2, 2013

Hlaupanámskeið



Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps, Mývatnsstofa og Afreksvörur standa fyrir hlaupanámskeiði

Viltu taka þátt í Mývatnsmaraþoni? Langar þig til að byrja að hlaupa, kynnast skemmtilegum hlaupahóp og koma skipulagi á æfingar þínar. Hlaupanámskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps laugardaginn 6. apríl. Leiðbeinandi er Daníel Smári Guðmundsson einn reynslumesti maraþonhlaupari landsins. Eftir námskeiðið verður hægt að fara í hlaupagreiningu, fá ráðleggingar um val á hlaupaskóm. Hægt verður að kaupa skó á staðnum.

Dagsrká:
10.00 Fyrirlestrar
12.00 Hádegishlé – boðið upp á léttan hádegisverð
12.30 Fyrirlestrar seinni hluti
14.00 Verklegar æfingar í sal eða úti
15.00 Hlaupagreining

Fyrir hádegi verður lögð áhersla á kenna fólki að koma skipulagi á æfingar sínar, auka getu og árangur. Einnig verður lögð áhersla á að kynna þjálfun allra helstu þátta hlaupaþjálfunnar, s.s. þol, hraða, styrk, teygjur, andlegan styrk, mikilvægi púls í þjálfun. Ennfremur, hvernig á á að setja sér markmið, æfingaáætlanir, æfinga magn, gæði æfinga. Lítillega farið í mataræði, fæðubótarefni, val á klæðnaði og hlaupameiðsl.

Eftir hádegi verður lögð áhersla á hlaupastíll og val á hlaupaskóm

Verð fyrir námskeiðið með hádegisverð er 6000 kr. en með hlaupagreiningu aðeins 8000 kr. Athugið að þarf að skrá sig sérstaklega í hlaupagreininguna.

Athugið að lágmarksfjöldi þáttakenda er 10.

Skráning og upplýsingar hjá ims@myv.is eða í símum 464-4225 og 861-0058

Bjarni Jónasson, forstöðumaður ÍMS

No comments:

Post a Comment