Wednesday, January 2, 2013

Gleðilegt nýtt ár!


Gleðilegt nýtt ár kæru sveitungar og takk fyrir samveruna á liðnu ári! Ég vil byrja á því að segja að ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma að rekstri Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps. Mér finnst að mér hafa verið vel tekið og að fólk sé yfirleitt nokkuð jákvætt gagnvart þeim breytingum sem hafa fylgt komu minni. Þær munu verða fleiri.

Þar sem ekki er komin fastmótuð dagskrá fyrir komandi mánuði, "vorönn 2012", þá vildi ég setja inn smá yfirlit yfir hvað verður sennilega í gangi.

Opnunartímar: Haldast óbreyttir að sinni

Tímar í íþróttasal:
Blaktímar verða sem fyrr á mánudögum og miðvikudögum milli 17 og 19. Badminton verður að öllum líkindum tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum milli 17 og 18. Við stefnum að því að hafa fótbolta allavega 1x í viku, helst 2x. Þessi mál eru í skoðun.

Þrektímar: Það er til skoðunar að vera með hóptíma í þreki/æfingum. Tímarnir/námskeiðið gæti farið fram í þreksal, í íþróttasal og úti á víxl.

Gönguskíðanámskeið: Til skoðunar er að fá gönguskíðaþjálfara til að koma og halda námskeið.

Ég er líka alltaf til í að skoða spennandi hugmyndir ef fólk lumar á þeim. Við látum þetta gott heita að sinni.

Kveðja, Bjarni

No comments:

Post a Comment