Thursday, January 24, 2013

Sund sund sund


Frábær mæting hefur verið í sund eftir áramótin. Það er kannski af sem áður var, að pottarnir séu kraumandi af þjóðfélagsumræðum, en stemmningin er engu að síður góð. Flestir líta svo á að Jarðböðin hafi tekið við því hlutverki sem sundlaugin hafði áður, þ.e. að vera staður þar sem fólk hittist í rólegheitum og ræðir málin. Maður tekur líka eftir breyttu mynstri frá því í gamla daga. Hér hefur meira farið fyrir því upp á síðkastið að fólk sé mætt til þess að synda og við fögnum því auðvitað.

Nokkrar áhugverðar staðreyndir um sund:

  1. Til eru fornar egypskar myndir af sundmönnum frá 2500 fk.
  2. Sund tekur á alla stærri vöðvahópa líkamans
  3. Sund minnkar stress (eins og önnur hreyfing)
  4. Þú getur synt fram á síðustu ár ævinnar
  5. Fer vel með liði og bein
  6. Þú getur brennt 650 kkal/klst með rösku sundi
  7. Bringusund er hægasta sundið og elsta "sundtakið"
  8. Skriðsund snýst nánast bara um tækni
Gott er að ljúka þessum pistli með myndbandi sem sýnir hversu átakalítið skriðsund getur verið sé það rétt framkvæmt. Sundmaðurinn á myndinni gæti haldið áfram að synda svona tugi km!


Kveðja, forstöðumaður

No comments:

Post a Comment