Monday, January 21, 2013

Heilsudagurinn mikli

Skarphéðinn að þruma yfir mannskapnum
Á laugardaginn síðasta var Heilsudagurinn mikli hjá okkur. Margt var í boði, kennsla í tækjasal, mælingar á blóðsykri- og þrýstingi, hæð, þyngd og fleira. Síðan lukum við deginum með smá fyrirlestri þar sem Skarphéðinn Freyr einkaþjálfari fór yfir mataræðið, sem er jú lykillinn bæði að heilsu og árangri í líkamsrækt. Frábær mæting á þennan fyrirlestur sýnir, svo ekki verður um villst, að grundvöllur er fyrir að hafa oftar spennandi fyrirlestra.

Við viljum þakka öllum sem komu að þessum degi með einhverju hætti kærlega fyrir. Sérstaklega Dagbjörtu og Öglu frá Lyfju og Heilsugæslunni og svo Skarphéðni sem gerði sér ferð norður yfir heiðar. Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu gestum sem komu við og nutu dagsins. Við eigum eftir að taka endanlega saman hve margir komu en það var allavega yfir 50 manns sem komu í húsið. Minnst 13% sveitarinnar!!!! 

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment