Monday, October 29, 2012

Fyrsti skokkhópurinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Áhugafólk um hlaup, göngu og aðra útivist hittist við Íþróttamiðstöðina síðasta laugardag og tóku hring saman. Alls mættu 6 viljugir joggarar og eru það 1,6% íbúa sveitarfélagsins Skútustaðahrepps. Það jafngildir því að 300 manns hefðu mætt í skokkhóp á Akureyri og 320.000 manns hefðu mætt í Peking. En betur má ef duga skal og við stefnum að því að gera enn betur um næstu helgi.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um hlaup að vetri til viljum við benda á þennan pistil sem er að finna undir Fróðleik hér á síðunni. Það er engin ástæða að vera hræddur við kuldabola.

Kveðja, ÍMS

No comments:

Post a Comment