Wednesday, October 24, 2012

Skokkhópur

Áhugafólk um hlaup, göngu, hjólreiðar og aðra holla hreyfingu mun hittast við Íþróttamiðstöðina á laugardögum kl. 11.00 í vetur. Farinn verður skemmtilegur hringur og þáttakendur stilla hraða og vegalengd af eftir eigin getu. Eftir átökin er tilvalið að teygja á í rólegheitum í Íþróttamiðstöðinni, sötra kaffi og láta svo líða úr sér í pottunum. Fólk með barnavagna og kerrur er sérstaklega boðið velkomið. 

Allir að mæta nú á laugardaginn (27. okt)!

No comments:

Post a Comment