Wednesday, October 24, 2012

Skriðsundsnámskeið að hefjast!

Skráning er hafin á skriðsundsnámseið og mun það hefjast 30. október ef næg þátttaka næst. Kennari verður Soffía Kristín Björnsdóttir íþróttakennari og mun kennsla fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum milli 17.30 - 18.30. Markmið námskeiðsins er að fólk læri að synda átakaminna skriðsund sér til heilsubótar og skemmtunar. Námskeiðið er fyrir byrjendur en hentar einnig þeim sem áður hafa farið á námskeið eða vilja bæta tæknina. Þeir sem skrá sig á námskeiðið geta pantað froskalappir, sundgleraugu og annan varning frá Speedo á 20% afslætti í sundlaug. Nánari upplýsingar og skráning í síma 464-4225 eða sendið póst á ims@myv.is

No comments:

Post a Comment