Wednesday, October 31, 2012

Góð byrjun á skriðsundsnámskeiðinu

Í gær hófst hið margumtalaða skriðsundsnámskeið Soffíu og ÍMS. Alls hafa 10 skráð sig og af þeim mættu 8 í gær. Einhverra hluta vegna hafa bara konur skráð sig og er það umhugsunarvert. Kunna allir karlar skriðund? Ef einhverjum karli snýst hugur og vill vera með þá munu þær ábyggilega taka vel á móti honum.

Nú er úti veður vont og ekki er spáin fyrir morgundaginn neitt til að hrópa húrra yfir. Við skulum bíða og sjá hvort fresta verði námskeiði á morgun en við munum tilkynna það hér og á fésbókinni.

Kveðja, Starfsfólk ÍMS

No comments:

Post a Comment