Monday, December 17, 2012

Aðventuhlaupið tókst vel

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir fór Aðventuhlaup ÍMS fram með pompi og prakt um síðustu helgi. Við renndum nú blint í sjóinn með þetta en erum bara nokkuð ánægð með þátttökuna. Alls skráðu sig 15 manns (auk 2 hunda) sem ýmist hlupu eða gengu (4 til 10 km) í skafrenningi og leiðinda veðri. Samkvæmt skráningarblöðum skiluðu allir sér í hús aftur. 

Eftir hlaupið gæddum við okkur svo á banönum, safa, kaffi, piparkökukm og Nóa - konfekti. Vinningar sem dregnir voru út voru ekki af verri endanum og það fór enginn tómhentur heim og sumir með 2 vinninga. Það var mál manna að segja engum frá því hvað þetta hafi nú verið skemmtilegt svo meiri líkur væru á því að fá góða vinninga aftur að ári.

ÍMS þakkar öllum styrktaraðilum þessa hlaups kærlega fyrir hjálpina.

Kveðja, ForstöðumaðurNo comments:

Post a Comment