Thursday, December 20, 2012

Ljósmyndasýning Mývarga

Mývargar komu og hengdu upp myndir

Sumarið 2012 tóku unglingadeildirnar Mývargar í Mývatnssveit og Náttfari á Húsavík á móti 16 ungmennum frá DLRG Neumarkt í Þýskalandi. Við þetta tilefni var víða farið og ýmislegt brallað. Að sjálfsögðu voru myndavélar við hendina og allt samviskusamlega "documenterað". Í kjölfarið var sett upp ljósmyndasýning sem nú er hægt að skoða hjá okkur í íþróttamiðstöðinni. Áður voru myndirnar til sýnis á Húsavík en fara svo til Reykjavíkur og enda í Þýskalandi. Verkefnið er m.a. styrkt af Evrópu unga fólksins.

Allir þeir sem gera sér sérstaklega ferð í ÍMS til að skoða myndirnar fá konfektmola.

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment