Tuesday, December 4, 2012

Áttu rétt á styrk?

Sum stéttarfélög endurgreiða hluta (eða alveg) kostnað vegna kaupa á heilsu- eða líkamsræktarkortum hverskonar. Hjá BHM rennur út frestur til að sækja um styrk fyrir árið 2012 þann 9. desember. Þetta er sjálfsagt mismunandi milli stéttarfélaga. En það er um að gera fyrir fólk að tékka á þessu og blæða svo í kort í rækina hjá okkur.

En bætist í hóp líkamsræktarstöðva og sundlauga sem eru í samstarfi við ÍMS. Fyrir stuttu gerðum við samning við Íþróttmiðstöðvar í Fjallabyggð og því getur okkar fólk kíkt í ræktina og sund á Ólafsfirði og Siglufirði. Nánari upplýsingar á Samstarf og afslættir hér á síðunni.

Munið síðan að þeir sem eiga kort hjá okkur í ræktina fá 10% afslátt af öllum vörum sem við seljum, þ.m.t. Craft, Yaktrax og Speedo.

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment