Friday, November 30, 2012

Dagskrá helgarinnar

Í dag er lokað eins og aðra föstudaga.

Laugardagur: Á morgun verður Framsóknarþing haldið í Íþróttamiðstöðinni. Þingið byrjar kl. 11.00 og gert er ráð fyrir að það standi fram til kl. 17.00. Mikið verður umleikis og íþróttasalurinn eins og gefur að skilja lokaður. 

Önnur aðstaða, ræktin og sund verða opin eins og venjulega milli 12.00 og 16.00. Fólk er þó beðið að sýna þolinmæði og umburðarlyndi þar sem reiknað er með 450 manns á svæðinu.

Skokkhópur: Fólk er hvatt til að mæta að venju kl. 11.00 við Íþróttamiðstöðina og trítla smá hring. Allir velkomnir í þetta ókeypis fjör. Svo pottur og kaffi á eftir. Forstöðumaðurinn verður á svæðinu en getur ekki hlaupið vegna anna.

Bestu kveðjur, Forstöðumaður

Ps. Kíkið á tilboðsíðuna og veltið því fyrir ykkur hvort þið þurfið ekki að fara að kaupa gönguskíði

No comments:

Post a Comment