Thursday, November 22, 2012

Af frændum vorum Egyptum

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur blásið hressilega síðasta sólahringinn með blota og vitleysu. Laugin hefur ekki náð sér á strik síðustu daga og sem stendur er hitastigið 23°C. Við þurfum því að fresta skriðsundstímanum sem vera átti í kvöld.

Það skal þó tekið fram að fólk stundar sjósund hringinn í kringum landið, allt árið. Þetta verður að teljast fínn hiti í samanburði við það. Til gamans má geta að hitastigið undan ströndum Egyptalands er akkúrat 23°C á þessum árstíma. Þar er synt í sjónum alveg eins og enginn sé morgundagurinn. Þar hafa menn þó enga heita potta þar til að hlýja sér eftir volkið. Hvað þá ókeypis kaffi!

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment