Monday, November 5, 2012

Opið í dag

Það var heldur vetrarlegt um að litast þegar fólk fór að tínast til vinnu í morgun í Mývatnssveit. Inngangurinn í íþróttamiðstöðina var allaveg vel varinn af stærðarinnar skafli. Þá var ekkert annað að gera en að grípa í skóflu og hreinsa aðeins frá. Næst á dagskrá var svo að fara út um glugga til að komast á laugarsvæðið og moka frá hurðum. Ekki slæmt að byrja daginn á smá hreyfingu.

Annars kom skemmtilega á óvart að sjá að laugin var 27°C heit í morgunsárið. Sundþyrstir geta því farið að pakka í pokana sína og það lítur vel út með skriðsundsnámskeið á morgun.

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment