Tuesday, November 13, 2012

Skriðsund í kvöld!

Laugin að morgni 13. nóvember 2012
Ef að sundlaugar geta verið fallegar, þá var laugin okkar það svo sannarlega í morgunsárið. En hún var ekki bara falleg, heldur er hún líka að taka við sér eftir óveðrið. Ef fram heldur sem horfir verður hún komin í 29°C í kvöld og því alveg passleg til að synda í. Við vorum líka að fá í hús vörur frá Speedo sem skriðsundskonurnar pöntuðu hjá okkur. Þær ættu að geta stungið sér til sunds í kvöld alveg prýðilega græjaðar.

Kveðja, Forstöðumaður

1 comment:

  1. Sammála, það var virkilega flott að horfa út að lauginni í morgun :)

    ReplyDelete