Monday, November 12, 2012

Barnapössun fellur niður í dag

Það er leiðinda veður í Mývatnssveitinni í dag. Enn eina ferðina, það á ekki af okkur að ganga! Því miður treystum við okkur ekki til að halda úti barnagæslu í dag, skóli féll niður og allt í skralli. Barnagæsla verður næst miðvikudaginn 14. nóvember.

Að öðru leiti reynum við að halda úti annari þjónustu. Blak á dagskrá kl. 17.00 og lóðin í kjallaranum bíða eftir að láta taka í sig. Sundlaugin sjálf er hinsvegar dottin niður í 21°C og því óvíst með skriðsundsnámskeið sem á að vera á morgun. Við bíðum og sjáum.

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment