Friday, November 16, 2012

Munið skokkið og gönguna á morgun

Að vanda verður lagt af stað frá Íþróttamiðstöð kl. 11.00 á morgun, laugardag. Farinn verður skemmtilegur hringur og fólk ýmist gengur eða skokkar, allt eftir dagsforminu. Þeir sem mæta tímanlega geta að sjálfsögðu gormað sig upp áður en lagt verður af stað svo þeir renni ekki á rassinn. Eftir átökin verður hægt að fara inn í hlýjuna, teygja á, sötra kaffi og kaupa léttar veitingar. Já og busla í pottinum. Sjáumst.

Kveðja, starfsfólk ÍMS

No comments:

Post a Comment