Saturday, November 17, 2012

600% aukning hjá Skokkhópnum!

Skokkhópurinn 17.11.2012. Frá vinstri, sjálfskipaður formaður og einvaldur Bjarni Jónasson af Vagnbrekku, þá Gluggagægir og svo Hanna Kata með Þórhildi Jöklu. Á myndina vantar Dagbjörtu Bjarnadóttur.
Gríðarleg aukning var hjá skokkhópnum í dag. Um kl. 11.00 fóru Brekkumæðgin af stað og má segja að þau hafi verið einskonar undanfarar, kannað aðstæður og rutt brautina. Þegar þau komu til baka var Hanna Kata búin að handmoka sig alla leiðina frá Grímsstöðum. Hún setti svo barnið í poka (ekki jólasveinapoka) og skundaði niður í þorp. Þar dróg hún svo með sér vaskar konur og gengu þær lengi dags. Talnaglöggum mönnum ber saman um að aukningin hafi verið um 600% frá síðasta laugardegi og eru þá ekki taldir með bræður 13 sem þó sáust á skokki um hóla og hæðir í kringum ÍMS.

Hér með sannast hið fornkveðna: "Aldrei er of vont veður eða færi til að mæta í besta skokkhóp á landinu sem er í Mývatnssveit og fer frá ÍMS alla laugardaga í vetur kl. 11.00 og kostar ekki krónu".

Kveðja, Forstöðumaður

No comments:

Post a Comment