Thursday, November 8, 2012

Samstarf við Bjarg

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps hefur gert samstarfssamning við Líkamsræktina Bjarg á Akureyri. Nú geta allir þeir sem eiga kort í þreksalinn hjá okkur fengið að fara frítt í ræktina á Bjargi allt að 8 sinnum í mánuði. Athugið að þetta gildir ekki fyrir "10 skipta" klippikort, heldur aðeins 5 vikna, þriggja mánaða og árskort. Eins bjóðum við korthafa á Bjargi velkomna í Íþróttamiðstöðina til okkar þar sem þeir geta farið í sund eða ræktina.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér þetta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við forstöðumann áður en þeir halda í víking til Akureyrar.

Kveðja, Bjarni

No comments:

Post a Comment